Um Yndisauka

Yndisauki ehf. var stofnað árið 2004 og hefur verið í eigu sömu aðila frá upphafi, viðfangsefni Yndisauka hefur alla tíð verið matur. Síðan 2009 hefur Yndisauki sérhæft sig í hollum og góðum hádegismat fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir ásamt því að reka rómaða veisluþjónustu. Hjá Yndisauka er hægt að koma og snæða í hádeginu, ná í mat fyrir fyrirtæki eða hafa samband og fá sendan matinn á staðinn.

Það er alltaf tekið vel á móti öllum hjá Yndisauka

Okkur er því ánægja að svara öllum þeim fyrirspurnum sem berast okkur í tölvupósti yndisauki@yndisauki.is eða síma 511 8090

Við erum best í …

Matargerð
Veisluþjónustu
Hádegismat
Góðri þjónustu

Markmið Yndisauka er …

að bjóða upp á hollan og góðan mat sem er gerður frá grunni úr bestu fáanlegum hráefnum.

að veita persónulega góða þjónustu þar sem viðskiptavinurinn er í fyrirrúmi.

Guðbjörg hefur frá unga aldri haft áhuga á öllu sem lýtur að mat og matargerð. Hún hugðist læra kokkinn fyrir margt löngu en örlögin tóku í taumana og eftir aðeins tæplega árs samningstíma hvarf hún til annarra starfa.

Guðbjörg starfaði svo sem einkaþjálfari í um 10 ár með góðum árangri og leiðbeindi fólki, m.a. varðandi heilbrigt mataræði. Mataráhuginn hefur sem sagt alltaf verið til staðar.

Guðbjörg lærði svæðameðferð og nálastungur og  starfaði við það samhliða einkaþjálfuninni. Mataráhuginn og þjónustulundin kveiktu svo hugmyndina að Yndisauka upp úr áramótum 2004 og þá varð hreinlega ekki aftur snúið.

Matreiðsluáhuginn Kristínar kviknaði á unglingsárunum og síðan þá hefur allt sem viðkemur matargerð skipað ríkan sess í lífi dömunnar. Árið 2000 útskrifaðist hún frá Hotel- og restaurantskolen í Kaupmannahöfn með sveinspróf sem smurbrauðsjómfrú. Kristín vann um nokkurt skeið hjá Jakobi Jakobssyni sem einnig var meistari hennar í náminu. Í eitt og hálft ár sá hún um veitingar á Café Konditori Copenhagen.

Á haustmánuðum 2003 fór Kristín á kokkasamning á veitingastaðnum VOX á Nordica Hotel og naut þar skemmtilegrar handleiðslu færustu matreiðslumanna þessa lands. Hún lærði ljósmyndun í Ljósmyndaskóla Sissu og upp frá því fór hún að mynda mat meðfram því að elda hann.