Dukkah - Brauð
Eldum með Dukkah
- 500 gr. hveiti
- 250 gr. volgt vatn
- 25 gr. ólífuolía
- 25 gr. sesamolía
- 6 msk. Egypskt Dukkah
- 1 tsk. salt
- 15 gr. þurrger
- ólífuolía
Setjið hveitið, saltið og helmingin af Dukkah í skál. Leysið gerið uppí volga vatinu og hellið út á og blandið vel saman. Hvolfið deiginu á þurran flöt, hafið örlítið hveiti við höndina. Hnoðið deigið þar til það er jafnt og fallegt.
Stráið örlitlu hveiti í skálina setjið deigið í og breiðið yfir það og látið hefast í 30 mín.
Hnoðið þá deigið uppá nýtt.
Pennslið bökunarskúffu með olíu og mótið deigið þannig að það passi í skúffuna. Pennslið svo deigið með olíu og stráið Dukkah yfir.
Þetta þarf síðan að hefa sig í 20 mín. Potið í deigið með fingrunum áður en það fer inn í ofn.
Bakið í ca. 20 mín. við 200°C
Dukkah – Ofnbökuð ýsa með indverskum blæ
Eldum með Dukkah
Fyrir fjóra
Poppið aðeins gömlu góðu ýsuna upp, þið sjáið ekki eftir því, þetta er magnaður réttur sem bæði stórir og litlir kunna að meta.
- ýsuflök, 800-1000 g
- 5 msk. mango-chutney
- 5 msk. INDVERSKT Dukkah (með salthnetum og karríi)
- Roð og beinhreinsið ýsuflökin og skerið í hæfilega bita. Penslið ýsubitana með mangó-chutneyiniu á báðum hliðum. Stráið
- Indverku Dukkah vel yfir beggja megin. Setjið í eldfast form. Bakið í ofni við 180c í 10-15 mín.
Berið fram með uppáhalds hrísgrjónunum ykkar og salati.
Dukkah – Steinbítur með lime og engifer
Eldum með Dukkah
Fyrir fjóra
- 900g steinbítur, roð og beinhreinsaður
- 1 askja kisuberjatómatar
- 1 stk lime
- 5 msk Havana Dukkah*
- 5 msk ólífuolía
- 5 lauf fersk basilika
- salt
Hellið helmingnum af olíunni í stórt elfast fat. Skerið fiskinn í hæfilega bita og raðið þeim í fatið. Skerið tómatana í báta og raðið þeim á milli fiskbitanna. Skolið lime-ið vel og rífið börkinn af því á fínu rifjárni, skerið það svo í tvennt og kreistið safan í öðrum helmingnum yfir fiskinn og stráið berkinum yfir. Stráið svo Dukkahnu þar yfir og hellið restinni af olíunni yfir allt saman, saltið aðeins og skellið fatinu svo í ofninn. 10 mín við 185°c eða þar til fiskurinn er tilbúinn.
Við mælum með að rífa niður rótargrænmeti, snöggsteikja það á pönnu og bera það fram sem meðlæti.
Dukkah - Fylltar kjúklingabringur “lúxus“
Eldum með Dukkah
Fyrir fjóra
- 4 kjúklingabringur
- 1/2 poki spínat, eða um 150g
- 2 msk. góð ólífuolía
- 4 msk. LÚXUS Dukkah
- 5 msk. fetaostur í olíu
Steikið spínatið á pönnu í örlítilli olíu þar til það er mjúkt. Kreistið úr því mesta safann og blandið fetaosti og dukkah saman við. Skerið vasa á bringurnar og setjið fyllinguna í. Gott er að loka sárinu með tannstönglum svo fyllingin leki ekki út. Penslið bringurnar með olíu af fetaostinum og stráið örlitlu salti yfir. Setjið bringurnar í 180c heitan ofn og bakið í 20-25 mín., fer eftir stærð. Gott er að setja 2-3 fetaostbita og strá dukkah yfir hverja bringu í lokin á eldunartímanum og setja grillið á í smá stund.
Berið fram með risotto eða ofnbökuðum kartöflubátum. Ef þið eruð í tímaþröng þá er instant risottoið frá Gallo mjög fínt.
Notið afgangin af spínatinu í salat.
Ananas Carbachio með anís hunangsósu og vanilluís
Ananas Carbachio með anís hunangsósu og vanilluís-fyrir 2
- 2 skammtar ananas carpachio
- 2 kúlur af uppáhalds vanilluísnum
Hunangssósa með anís
- 1 dl. akasíu hunang
- 2 tsk. Madagaskar vanillu extrakt*
- 2 stk. stjörnuanís
Setjið hunangið í þykkbotna pott og hellið vanilluextraktinum útí. Setjið stjörnuanísinn útí og látið malla við vægan hita í u.þ.b. 10 mín.
Leggið ananasinn á disk, setjið ískúlurnar í miðjuna og hellið hunanginu kringum ísinn og skreytið ískúlurnar með anísnum.
Áramótaréttir
Nokkrir réttir til að hafa um áramótin
Hérna koma tvær ferskar og einfaldar uppskriftir fyrir partýborðið á gamlárs- eða nýárskvöld. Ljúffengt með kampavíninu, flottur matur sem gott er að borða.
Risakræklingur í chilli-lime sósu
- 32 stk. nýsjálenskur kræklingur, soðin í hálfri skel
- 100 ml. sæt chillisósa
- 2 msk. Tequila
- 120 ml. lime safi
- 2 msk. fínt saxaður kóríander
Losið kræklinginn úr skelinni og setjið í skál. Skafið burt vöðvann sem situr eftir í skelinni. Blandið restinni af hráefninu saman og hellið út á kræklinginn.
Setjið svo kræklinginn aftur í skelina og deilið marineringunni á milli. Saltið og piprið aðeins yfir áður en borið er fram. Berið fram kalt.
Bloody Mary ostruskot
- 16 ostrur
- 2 msk. vodka
- 2 msk. sítrónusafi
- 180 ml. tómatsafi
- ¼ Peppadewsósa
- 1 msk. Worcestersósa
Setjið hverja ostru í skotglas (staup) eða martiniglas.
Hristið restinni af hráefninu saman í krukku og deilið vökvanum á milli glasa. E.t.v. smá salt og pipar. Berið fram kalt.
Brioche, brauð frá Ítaliu
Eitt vinsælasta brauðið í Frakklandi. Mjög gott með Fois gras og flottum forréttum. Sannkallað sparibrauð og tilvalið með jólamatnum.
- 375 g. hveiti
- 1 ½ tsk. þurrger
- ¼ tsk. salt
- 55 g. sykur + 2 tsk. sykur
- 180 ml. volg mjólk
- 5 stk. eggjarauður + ein auka rauða
- 125 g. smjör, mjúkt
- Hitið ofnin í 150°
Blandið hveiti, geri og salti saman í stórri skál. Blandið sykri og mjólk saman í lítilli krukku, hristið þar til sykurinn er uppleystur. Bætið mjólkurblöndunni saman við hveitiblönduna og hrærið svo eggjarauðunum saman við. Notið trésleif, hrærið þar til deigið stífnar aðeins, notið þá hendurnar og hnoðið þar til deigið er orðið stíft og jafnt. Setjið deigið á hreina borðplötu og hafið svolítið af hveiti við hendina áður en farið er í að blanda smjörinu saman við. Skiftið smjörinu í 10 kubba og hnoðið þá einn af öðrum í deigið, hnoðið vel á milli. Hnoðið deigið þar til smjörið hefur alveg samlagast því og það er orðið glansandi og mjúkt.
Smyrjið 12 muffinsform (eldföst) eða tvö sandkökuforn og deilið deiginu þar ofan í. Pennslið degið með auka rauðunni og stráið auka sykrinum ofan á. Látið deigið standa á hlýjum stað í um 1 klst. eða þar til það hefur tvöfaldast.
Bakið svo brauðið í um 15 mín (lítil form) 25 mín (stórt form) eða þar til það er gyllt, fallegt og tilbúið. Gott er að bera það fram heitt og nýbakað, einnig er mjög smart að steikja það aðeins upp úr smjöri eða gæsafitu áður en það er borið fram t.d. með forréttinum. Þá er í lagi að baka það einum til tveim dögum áður.
Havana-bollur með kóríandersósu og kúskús
Fyrir fjóra
Skemtilegur réttur sem er tilvalin hversdags.Bollurnar eru líka sniðugar á veisluborð, þá er nóg að bera þær fram með kóríandersósunni. Havana Dukkah er með cilli og valhnetum, þannig að þær eru svolítið sterkar bollurnar.
- 600-700g nautahakk
- 2 egg
- 6 msk HAVANA dukkah
- 1 stór laukur, smátt saxaður
- 2 msk. hveiti (má sleppa)
- olía til steikingar
- salt og pipar
- 2 msk ferskur sítrónusafi
Blandið saman nautahakki, eggjum, dukkah, lauk, sítrónusafa og hveiti og búið til deig. Ef deigið er mjög blautt gæti verið gott að bæta við örlítið meira af hveiti út í. Bragðbætið með salti og pipar. Mótið litlar bollur og steikið á pönnu, í góðri olíu í nokkrar míútur.
Sósa:
2 dósir hrein jógúrt
4 msk. kóínderpestó frá Sacla
Blandið jógúrt og pestói vel saman og berið fram með bollunum.
Berið fram með kúskús og fersku salati
Créme brúlée
Einföld og góð uppskrift af frægasta eftirrétti í heimi – kjörinn til heimilisnota fyrir sex
2 tsk. Madagascar Vanillubaunamauk eða -extrackt
3 dl. rjómi
2 dl. nýmjólk
8 stk. eggjarauður
80 g. sykur
6 tsk. hrásykur
Forhitið ofn í 140°C
Vanillu, mjólk og rjóma skellt saman í pott, hitað á lágum hita hægt og rólega þar til blandan er á barmi suðu en sýður samt ekki. Á meðan eru rauðurnar þeyttar með sykrinum, helst með handafli, þar til blandan verður létt og ljós. Því næst er vanillublöndunni hellt í langri bunu hægt og rólega saman við eggjarauðurnar og hrært í á meðan svo eggin hlaupi ekki.
Hellið þessu í sex skálar og setjið í fat sem passar utan um allar skálarnar t.d. ofnskúffuna, hellið vatni í fatið svo það nái upp á hálfar Créme Brulée skálarnar. Bakið í um 30 mín., brulleeið á að vera “létt” í miðjunni ekki stíft. Látið kólna.
Stráið einni tsk. af hrásykri yfir hvern skammt og brennið með Créme Brulée brennara eða stingið undir brennandi heitt grill í nokkrar sek. Sykurinn á að bráðna, gyllast og rétt svo brenna. Látið standa í nokkrar mínútur svo sykurinn kólni og berið svo fram.
Ómótslegar smákökur með dökku og hvítu súkkulaði
- 200g smjör (við stofuhita)
- 180g púðursykur
- 210g sykur
- 2 tsk vanillu dropar
- 3 stk egg (við stofuhita)
- 65g gæða kakó (t.d. Valhrona)
- 280g hveiti
- 1 tsk lyftiduft
- 1 tsk matarsódi
- 1 tsk salt
- 350g hvítt súkkulaði
- 150g dökkt súkkulaði
- Hitið ofnin í 175°C.
Setjið púðursykurinn, sykurinn og smjörið í hrærivél og hrærið þar til blandan verður létt og “fluffy”. Bætið svo vanillunni út í og eggjunum, einu í einu og hrærið vel. Sigtið kakóið og hellið því svo út í skálina og blandið því saman við deigið. Sigtið svo hveitið, lyftiduftið, matarsódann og saltið saman og blandið því saman við hvíta súkkulaðið og hellið þessu í skálina og hrærið á lágum hraða en ekki of lengi, bara þannig að þetta nái að blandast saman.
Setjið eina kúfulla teskeið með u.þ.b. 5 cm millibili á ofnplötu með bökunarpappír. Bakið kökurnar í 8 mín, ekki lengur. Þær virðast ekki tilbúnar en þær eru það, leifið þeim bara að kólna í friði. Njótið!
Sjúklegar súkkulaði Brownie
- 225g smjör
- 300g dökkt súkkulaði-gjarnan 70%, saxað
- 250g dökkt súkkulaði bitar, litlir eins og fyrir smákökur
- 3 stk stór egg
- 1,5 msk instant kaffiduft
- 1 msk vanilla
- 250g sykur
- 100 g hveiti
- 2,5 msk lyftiduft
- 1/2 tsk salt
- 125g valhnetur, gróft saxaðar
Bræðið saman smjör og 300g súkkulaði á lágum hita. Hrærið (ekki þeyta) saman egg, kaffi, vanillu og sykur. Blandið súkkulaðinu saman við og passið að blandan sé við stofuhita, ekki heitari. Bætið 70g af hveitinu saman við ásamt lyftidufti og salti. Velltið valhnetunum og 250g súkkulaði bitum upp úr restinni af hveitinu (30g). Bætið þessu svo varlega saman við deigið. Deigið er þá tilbúið!!
Hitið ofn í 170°C, smyrjið form (gjarnan ofnskúffu eða annað/önnur ferkantað form) og leggið bökunarpappír í botninn þannig að brúnirnar á pappírnum komi upp með brúnunum á forminu, hellið deiginu í formið, það á að vera um 3 cm þykkt. Bakið í 15 mín. Takið þá formið út og sláið því ákveðið nokrum sinnum í eldhúsbekkinn svo allt auka loft fari undan pappírnum og úr kökunni (kakan verður þéttari og „ríkari“ við þetta), bakið áfram í 10-15 mín. Ath. að passa að ofbaka ekki kökuna. Setjið hana svo beint í kæli og látið kólna alveg (1-2 klst.) áður en kakan er skorin í passlega ferninga. Geymist í 7-10 daga í kæli.
Smákökur með hnetusmjöri og súkkulaði
Uppáhaldið okkar!
- 250g smjör skorið í teninga(við stofuhita)
- 300g púðursykur
- 150g sykur
- 3 egg (við stofuhita)
- 2 tsk vanilludropar
- 250g gott hnetusmjör
- 330g hveiti
- 1 tsk lyftiduft
- 1 tsk salt
- 450g gott súkkulaði grófsaxað eða “chips”
- Hitið ofn í 175°C
Hrærið smjör, púðursykur og sykur saman þar til það verður létt og ljóst. Bætið eggjunum við, eitt í einu. Vanillan og hnetusmjörið er svo sett út í. Sigtið saman hveiti, lyftidufti og salti og blandið saman við deigið varlega, passið að hræra ekki of lengi. Blandið svo súkkulaðinu varlega saman við deigið með sleikju. Mótið litlar kökur með skeið eða lítilli ísskeið og setjið á plötu með bökunarpappír, hafið gott plásss á milli þeirra. Þrýstið aðeins á deigið með gaffli, það er gott að bleyta gaffalinn á mill. Bakið kökurnar í 10 mínútur, ekki lengur, þær líta út fyrir að vera ekki fullbakaðar en þannig viljum við hafa þær. Takið úr ofninum og látið kólna á plötunni, færið kökurnar svo yfir á grind og látið þær kólna algjörlega.
Spínat og brauð
- 235 ml. volgt vatn
- 10 g þurrger
- 10 g salt10 g sykur
- 200 g hveiti
- 175 g heilhveiti
- 80-100 g frosið spínat, saxað og þiðnað, látið mesta vökvan renna af því
- 60 g rifinn ostur2 msk ólífuolía
- Leysið gerið, sykurinn og saltið samana upp í volgu vatninu og látið standa í 5 mín.
Það er fínt að gera það í hrærivélarskál ef þið notið hrærivélina í verkið. Setjið svo hveitið, heilhveitið, spínatið, ostinn og olíuna í skálina. Hrærið með króknum á lægsta hraða í 2 mín. og svo miklum hraða í 5-6 mín. Það er best að standa yfir vélinni þegar hún vinnur á háum hraða, Kitchen Aid vélar eiga það til að “labba” af stað.Setjið svo plastfilmu yfir skálina og látið deigið standa í 20 mín og hefast. Hnoðið svo deigið aðeins meira í höndunum, kannski þarf að bæta smá hveiti við. Mótið annað hvort einn stóran hleif eða þrjú lítil snittubrauð eða bara bollur og leggið á bökunarpappír(muna að hafa gott bil á milli á plötunni). Stráið smá hveiti eða heilhveiti yfir brauðið og leggið plast yfir það og látið hefast í aðrað 20 mín. Bakið svo í 30-40 mín við 190 °c hita. 20 mín fyrir minni brauðin. Það er líka alltaf gott að stinga með mjóum prjón í brauðið til að athuga hvort það sé ekki örugglega tilbúið.
Spínat pönnukökur
- 440 gr. hveiti/heilhveiti/spelt (ath! það er gott að bæta við 1 dl af vatni ef heilhveiti eða spelt er notað)
- 3 tsk. lyftiduft
- 3 msk. sykur/hrásykur
- 1 msk. malað cummin (má sleppa)
- 2 tsk. salt
- 3 stk. egg
- 2.5 dl. AB-mjólk
- 150 gr. spínat
- 3 dl. vatn
- 50 gr. brætt smjör
Sigtið saman öll þurrefnin. Hrærið eggin, AB-mjólkina og smjörið saman. Setjið vatnið í pott og saltið aðeins og látið suðuna koma upp. Setjið spínatið í pottinn og lokið honum og bíðið í 1 mín., ekki lengur. Hellið vatninu og spínatinu í mixer og látið vélina vinna í u.þ.b. ½ mín. eða þar til úr verður fallega grænn safi. Blandið safanum ásamt AB-mjólkinn og eggjunum saman við þurrefnin.
Steikið síðan litlar pönnukökur á meðalheitri pönnu. Þegar loftbólur eru farnar að myndast í deiginu er tímabært að snúa kökunum við. Þetta er frekar stór uppskrift u.þ.b. 30 pönnukökur
Spínatbrauð
- 235 ml. volgt vatn
- 10 g þurrger
- 10 g salt10 g sykur
- 200 g hveiti
- 175 g heilhveiti
- 80-100 g frosið spínat, saxað og þiðnað, látið mesta vökvan renna af því
- 60 g rifinn ostur2 msk ólífuolía
- Leysið gerið, sykurinn og saltið samana upp í volgu vatninu og látið standa í 5 mín.
Það er fínt að gera það í hrærivélarskál ef þið notið hrærivélina í verkið. Setjið svo hveitið, heilhveitið, spínatið, ostinn og olíuna í skálina. Hrærið með króknum á lægsta hraða í 2 mín. og svo miklum hraða í 5-6 mín. Það er best að standa yfir vélinni þegar hún vinnur á háum hraða, Kitchen Aid vélar eiga það til að “labba” af stað.Setjið svo plastfilmu yfir skálina og látið deigið standa í 20 mín og hefast. Hnoðið svo deigið aðeins meira í höndunum, kannski þarf að bæta smá hveiti við. Mótið annað hvort einn stóran hleif eða þrjú lítil snittubrauð eða bara bollur og leggið á bökunarpappír(muna að hafa gott bil á milli á plötunni). Stráið smá hveiti eða heilhveiti yfir brauðið og leggið plast yfir það og látið hefast í aðrað 20 mín. Bakið svo í 30-40 mín við 190 °c hita. 20 mín fyrir minni brauðin. Það er líka alltaf gott að stinga með mjóum prjón í brauðið til að athuga hvort það sé ekki örugglega tilbúið.
Súkkulaðikakan svakalega
Einföld og pottþétt!
Kakan
- 200g Vahlrona súkkulaði 66%*
- 200g. smjör
- 4stk. egg
- 2dl. sykur
- 1dl. hveiti
Bráð
- 150g. Vahlrona súkkulaði 66%
- 70g. smjör
- 2 msk. sýróp
Aðferð:
Egg og sykur þeytt vel saman þar til það er “létt og ljóst”. Á meðan er smjörið og saxað súkkulaðið brætt saman í potti við vægan hita hægt og rólega. Hveitið er sigtað og hrært út í eggin. Súkkulaðiblöndunni er svo hrært varlega saman við eggjablönduna. Hellið deiginu í vel smurt tertuform og bakið við 170°C í u.þ.b. 25-30 (max) mín.
Potið í kökuna með prjóni eftir 20-25 mín. Kakan á að vera blaut í miðjuni þegar hún er tekin úr ofninum. Látið hana kólna í forminu og hvolfið henni svo varlega úr.
Bráð: Súkkulaðið saxað og sett í pott með smjörinu og sýrópinu og brætt saman rólega við vægan hita. Hellið bráðinni yfir.
Berið fram með rjóma eða ís og berjum.
Sykurlaust sælgæti
- 300g döðlur
- 300g möndluflögur + 20g til skreytingar
- 2 stk. gul epli, afhýtt og kjarnhreinsað
- 1 stk. sítróna lífræn, safinn og rifinn börkur
- 2 msk. vanilluduft
- 2 msk. kanil duft
- 1 tsk. múskat
- 4 msk. vínberjakjarna olía eða góð bragðlaus matarolía
- 6 stk eggjahvítur
- 1/2 tsk. sjáfar salt
Leggið döðlurnar í bleiti, heitt vatn í u.þ.b. 15 mín. Saxið döðlurnar gróft og setjið í matvinnsluvél ásamt möndlunum, eplunum, sítrónusafanum og berkinum, vanillunni, kanillnum, múskatinu, olíunni og saltinu. Látið vélina vinna u.þ.b. 1 mín eða þar til blandan verður jöfn og þykk. Stífþeytið eggjahvíturnar og og blandið þeim varlega saman við maukið. Leggið bökunarpappír á plötu og hellið deiginu þar á. Jafnið deigið út þannig að það myndi 3 cm þykkan ferning á plötunni. Stráið afgangnum af möndlunum yfir og bakið kökuna í 40 mín við 160°C. Látið kökuna kólna og skerið hana svo í ferninga, stóra eða litla. Verði ykkur að góðu!
Sé kakan geymd í kæli endist hún í viku.
Virkilega gott heilsunammi - trufflur
- 1 dl möndlur
- 2 dl döðlur, steinlausar
- 1 dl vatn
- 1 dl kókosmjöl
- 1 tsk gott kakó
- kakó og kókos til að húða kúlurnar
Setjið vatnið í lítinn pott og hitið að suðu, setjið döðlurnar í pottinn og lokið honum, slökkvið undir pottinum.
Setjið möndlurnar, kókosinn og kakóið í matvinnsluvél og blandið þessu þannig að úr verði gróft mjöl. Þegar döðlurnar hafa legið í heitu vatninu í um 5 mín ættu þær að vera orðnar mjúkar og þá eru þær ásamt vökvanum settar í matvinnsluvélina með möndlumjölinu, blandið þessu þar til úr verður þykkt brúnt deig/mauk.
Það er gott að kveikja og slökkva á vélinni nokkrum sinnum og hreinsa barma skálarinnar á milli.
Maukið þarf ekki að vera alveg jafnt, það er ekki verra að vera með smá möndlubita í því.
Svo er bara að rúlla litlar kúlur úr deiginu, hafið nokkrar msk af kókos í einni skál og smá kakó í annarri, setjið 2-3 kúlur í skálarnar í einu og veltið þeim upp úr kókosnum eða kakóinu.
Þá er þetta tilbúið!
Geymist í kæli í u.þ.b. viku í vel þéttu íláti.
Engiferdrykkur
Hressandi, hollur og góður!!
- 1,5 l. vatn
- 100g engiferrót, skorin í þunnar sneiðar (helst lífræn)
- 3 msk hunang
- 3 msk ferskur sítrónusafi
Setjið allt saman í pott og látið suðuna koma upp, slökkvið undir pottinum en látið hann standa á hellunni í 2 klst. Hellið drykknum í gegnum sigti og kælið drykkinn eða drekkið hann volgan. Geymist í kæli í 3 daga. Við mælum með glasi á dag. Drykkurinn er vatnslosandi, hressandi og góður.
Íslenskur langustini með saffran Laganelle
Humar á pastabeði fyrir 4
- 12 stk. humarhalar stórir og stæltir*
-teknir úr skelinni og görnin fjarlægð - 250 g. saffran Laganelle pasta*
- 1 stk. rauður chilli, kjarnhreinsaður og skorinn í „juilienne“ (mjóa strimla)
- 1 lúka kóríander, saxaður
- 3 stk. hvítlauksrif, skorin í þunnar sneiðar
- 20 g. smjör
- 2 msk. jómfrúar ólífuolía*
- salt og pipar*
Saffran pastað soðið samkvæmt leiðbeiningum. Hellið vatninu af að lokinni suðu, hellið ólífuolíunni út á og saltið.
Smjörið brætt á pönnu og hvítlauknum bætt út í, látinn gyllast.
Humarinn er tekinn í tvennt langsum og skellt á heita pönnuna með hvítlaukssmjörinu, steikið í um 4 mín. Bætið chilli og kóríander út á pönnuna og hristið herlegheitin vel saman.
Komið pastanu fyrir á frekar grunnu fati og setjið humarinn þar ofan á, saltið og e.t.v. piprið og berið fram.
*Þessar vörur fást í verslun Yndisauka
Risahörpudiskur vafin í Speck hráskinku
Fyrir 4
- Góð ólífuolía*
- Safi úr ½ – 1 sítrónu
- Sjávarsalt*
- Nýmalaður pipar*
- 16-20 stk. risahöspudiskur*
- 16-20 stk. þunnar sneiðar Speck hráskinka*
- 4 tsk. truffluolía*
- 4 tsk. 12 ára Balsamic* eða balsamic sýróp*
Marinering:
Sláið saman olífuolíunni og sítrónusafanum, saltið og piprið eftir smekk.
Snyrtið hörpuskelina og leggið í marineringu í ca. 30 mín.
Vefjið því næst hráskinkusneið utan um hverja hörpuskel og festið með tannstöngli. Snöggsteikið á sjóðandi heitri pönnu, passa að steikja ekki of lengi.
Raðið síðan 4-5 stk. á miðjuna á hvern disk og deipið truffluolíu og balsamik í kring.
Með þessu er gott að hafa snittubrauð sem er langskorið í örþunnar sneiðar sem steiktar eru uppúr truffluolíu á grillpönnu eða bakaðar aðeins undir grilli í ofni.
Saltfiskur í sparifötum
Fyrir 4
- 600-700 gr. útvatnaður saltfiskur
- 100 gr. Peppadew*
- 100 gr. franskur geitaostur*
- 100 gr. þistilhjörtu*
- 1 stk. rauðlaukur saxaður
- 1 stk. gul paprika smátt skorin
- 4 hvítlauksrif söxuð
- 3 stilkar rósmarín ferskt
- 2 dl. gæða ólífuolía*
- 2 ½ dl. maukaðir tómatar frá Cirio**
- 1 dl. hvítvín
- Nýmalaður pipar*
Fyllið Peppadew með geitaostinum.
Helmingurinn af olíunni er hitaður á pönnu og rauðlaukurinn og hvítlaukurinn er látin gyllast í olíunni. Síðan er papriku og rósmarín bætt útá, látið malla aðeins. Þá er hvítvíninu hellt útá og látið sjóða aðeins niður, síðan tómatmaukinu bætt við og látið malla í nokkrar mín. við vægan hita. Restinni af olíunni er bætt útí og sósan sett til hliðar.
Sesamhjúpaður túnfiskur á papardelle með ítölsku trufflusmjöri
Fljótlegur og sáraeinfaldur réttur fyrir tvo
- 2 túnfisksteikur
- Örlítil ólífuolía á túnfiskinn
- Sesamfræblanda Yndisauka
- Olía til steikingar
- Fleur de Sel (franskt sjávarsalt)
- Papardelle pasta DeCecco
- Trufflusmjör frá Ocelli
Veltið túnfisksteikunum uppúr fínni ólífuolíu, t.d. Torre Real, og síðan uppúr sesamfræjunum þannig að fiskurinn hjúpist vel. Steikið á vel heitri pönnu í 3 mín. á hvorri hlið. Skerið steikurnar í fallegar sneiðar og stráið Fleur de Sel yfir.
Sjóðið pastað samkvæmt leðbeiningum á pakka. Sigtið allt vatn vel af og setjið í heita skál og hrærið smjörinu útí.
Setjið síðan pastað uppá diska og túnfiskinn ofaná.
Berið fram ferskt og sumarlegt salat með þessum rétti.
Sjávarréttasúpa
- 1 stk. laukur
- ½ stk. blaðlaukur
- 1 stk. gulrót
- 1 stk. epli
- 2 msk. karrí
- ¼ fl. hvítvín eða mysa
- ½ l. rjómi
- 2 stk. knorr fiskikraftur
- 100 gr. smjör
- 1 pk. sjávarkokteill
Aðferð
Saxið laukinn, blaðlaukinn, gulrótina og eplið og mýkið í olíu.
Karríi og hvítvíni bætt út í og soðið niður.
Rjómanum bætt út í og soðið í 2 mín. Síðan er kraftinum bætt í, þykkt með ljósu maizena ef þurfa þykir, smjörið sett út í og hrært vel.
Sjávarréttarkokteilnum bætt út í, safinn látið fylgja með.
Setjið lok á pottinn og sjóðið í 3-4 mín.
Smokkfiskur með kóríander og engifer
Fyrir 2 til 3
Hollur og ferskur réttur með austrænum keim.
Sérlega góður með ísköldu hvítvíni.
- 400g smokkfiskur
- 2 marin hvítlauksrif
- 1 ½ dl. blaðlaukur, hreinsaður og skorinní sneiðar
- 1 msk. sesam olía
- 1 msk. ólífuolía
- 1 ferskur rauður chili, kjarnhreinsaður og skorinn smátt
- ½ dl. Shusi engifer, súrsað í krukku (þetta bleika),
-mest af vökvanum hellt af engiferinu og
það skorið frekar smátt - 1 dl. ferskur kóríander gróft saxaður
Hvítlaukurinn hitaður á pönnu með olíunum. Chili sett saman við og blaðlauknum svo bætt út á vel heita pönnuna og látinn léttsteikjast í um mínútu. Allt sett til hliðar.
Smokkfisknum er því næst skellt á sömu pönnuna (athugið að hafa hana vel heita) og snöggsteiktur í 1 mín.
Setjið blaðlauksblönduna út á pönnuna með smokkfisknum og blandið engifernum saman við. Komið smokkfisknum fyrir á fati og stráið kóríander yfir. Smakkið til með salti.
Borið fram með hrísgrjónum og salati, eða látið kólna og sett út í salat.
Túnfisk carpaccio með soya engifer vinagrettu
Fyrir tvo
- 2 skammtar túnfiskcarpaccio*
- 2 góðar lúkur ruccola salat
- 2 msk. fetaostur í vatni
- 2 tsk. ristuð sesamfræ, svört og hvít*
- 1 msk. fínt saxaður graslaukur (má sleppa)
- 2 msk soya og engifer vinagrette:
- ½ dl. japönsk gæða soyasósa
- 1/3 dl. sesam olía
- 1 msk. hlynsíróp
- 1 msk. Shusi engifer (bleikur), fínt saxaður
- ½ stk. rautt chilli, kjarnhreinsað og fínt saxað
Soyasósu, olíunni og sírópinu blandað vel saman t.d. í blender eða matvinnsluvél. Engifer og chilli bætt út í.
Carpaccioið sett á tvo diska, má gjarnan vera örlítið frost í því þá nær maður því heillegra. Saltið og piprið túnfiskinn. Setjið sitthvora lúkuna af ruccola á miðjan diskinn, dreifið þerruðum fetaostinum vel yfir og setjið svo vinagrettunna yfir herlegheitin. Stráið loks ristuðu sesamfræjunum og graslauknum.
Berið fram með stolti og njótið!
*Fæst í Yndisauka.
Andabringur með appelsínu– og engifersósu
Fyrir 4
- 3 andabringur
- salt og pipar
Hitið ofninn i 150°. Skerið tígulmynstur u.þ.b. 1/ 2 cm. ofan í haminn í bringunni og kryddið með salti og pipar. Brúnið bringurnar á báðum hliðum á mjög heitri og þurri pönnu. Brúnið hamhliðina fyrst. Takið bringurnar af pönnunni þegar þær eru fallega brúnar og setjið þær í ofnskúffu og í ofninn í 20-25 mín. Geymið fitubráðina.
Sósan:
- 4 msk. sykur
- 1 dl. vatn
- 3 msk. hvítvínsedik
- 1 dl. hvítvín
- 2 dl. nýkreistur appelsínusafi
- 1 msk. ysta lagið af appelsínuberki skorið í strimla
- 5 cm. engifer
- 4 dl. vatn
- 4 dl. andasoð eða vatn með krafti
- 50 gr. kalt smjör
Hellið fitunni sem bráðnað hefur á pönnunni og geymið hana. Bætið sykri og vatni á pönnuna og látið sjóða þar til myndast hefur dökk karamella. Bætið þá hvítvínsediki og hvítvíni og sjóðið niður í síróp. Setjið þá appelsínubörk og engifer á pönnuna og sjóðið niður um helming.
Þá er vatni og andarkrafti bætt við og soðið niður. Takið pönnuna af hellunni og hrærið smjörinu saman við. Bætið andafitunni útí. Ekki láta sósuna sjóða eftir það en kryddið með salti og pipar.
Berið fram með því sem ykkur langar mest í.
Fylltar kjúklingabringur með mjúkri polentu
Fyrir 4
Kjúklingurinn
- 4 stk. kjúklingabringur, skinnlausar
- 150 g. Gorgonzola* (ítalskur gráðaostur)
- 2 msk. smjör
- 2 stk. hvítlauksrif
- 200 g. ferskt spínat
- Nýmalaður pipar og salt
Hitið ofninn í 180°C – Osturinn er látin standa við stofuhita í u.þ.b. hálftíma svo hann mýkist.
Smjörið brætt á pönnu, hvítlaukurinn marinn út á pönnuna og spínatið steikt við vægan hita þar til það er orðið blautt og klesst. Þá er slökkt undir pönnunni, gráðostinum bætt út á og honum blandað saman við spínatið. Piprið aðeins.
Því næst er skorið gat upp í kjúklingabingurnar svo hægt sé að fylla þær. Best er að leggja eina bringu (í einu) á skurðarbretti, leggja lófan ofan á og reka vel beittan hníf upp í þykkari endan á henni. Passið að reka hnífinn ekki í gegn, við viljum bara á gat öðru meginn. Gerið þetta hægt og rólega svo engin slys verði. Fyllið svo bringurnar með gráðostamaukinu. Ágætt er að reka tannstöngul í gegn um „opna endann“ á bringunum til að halda fyllingunni betur inni. Skvettið smá ólífuolíu á bringurnar, salti aðeins og baðið í ofninum í u.þ.b. 30-35 mín.
Polentan
- 12 dl. vatn
- ½ tsk. salt
- 3 dl. polenta*
- 2 msk. gæða ólífuolía
- 1 dl. Sunblush tómatar* (hálfþurrkaðir tómatar)
- 2 msk. ferskt rosmarin, saxað
Látið suðu koma upp á vatninu. Hellið saltinu út í og svo pólentunni í langri, mjórri, stöðugri bunu og hrærið á meðan með sleif. Lækkið hitann og látið bulla í rúma mínútu, hrærið allan tíman. Takið svo pottinn af hellunni og blandið tómötunum, ólífuolíunni og kryddjurtunum út í. Polentan á að verða svipuð að þykkt og góð kartöflumús.
Framreiðsla
Deilið pólentunni niður á fjóra diska, skerið steiktar bringurnar í u.þ.b. 2 cm. þykkar sneiðar og leggið eina bringu (skorna þannig að fyllingin sjáist) ofan á pólentuna og hellið nokkrum dropum af ólífuolíu yfir á hvern disk, berið fram með fersku salati og sláið í gegn.
*Fæst í Yndisauka
Haust kjúklingur
- 1 stk stór kjúklingur
- 3-4 msk Indverskt Dukkah
- 1 stk sítróna
- 3 stk lárviðarlauf
- 1 stk lítill laukur
- smá ólífuolía
- smá salt
- ca. 800 g rótargrænmeti (kartöflur, gulrætur, sellerírót o.s.f.v.) að eigin vali, skorið í frekar stóra bita
- Hitið ofn í 200 C.
- Skolið kjúklinginn og þerrið svo með eldhúspappír.
Takið 3-4 msk af Dukkah úr dósinni og setjið í litla skál. Losið húðina frá bringunum á kjúklingnum með fingrunum og setjið megnið af Dukkahnu undir húðina, skerið tvo skurið í hvort læri á fuglinum og nuddið Dukkah í sárið, ef það er einhver afgangur af Dukkah má strá því yfir kjúklinginn. Skerið laukinn og sítrónumna í tvennt (kreystið nokkra dopa af sítrónusafa yfir kjúklinginn) og setjið inn í fuglinn ásamt láviðarlaufunum. Hellið smá ólífuolíu yfir kjúklinginn og stráið örlitlu salti yfir hann og nuddið hann aðeins.
Setjið kjúklinginn í vel rúmt eldfast fat og látið hann bakast í ofninum í um 20 mín. Takið hann þá út úr ofninum og setjið rótargrænmetið með í fatið, hellið smá ólífuolíu yfir það og saltið e.t.v. örlítið og látið aftur inn í ofninn í u.þ.b. 60 mín í viðbót eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn. Verði ykkur að góðu!
ATH: Indverskt Dukkah inniheldur hnetur.
Kjúklingabringur fylltar með mozzarella og basilpestó
Fyrir 4
- 4 kjúklingabringur, ein á hvern fullorðinn
- 2 Galbani Santa Lucia Mozzarella kúlur*
- 1 dós Basilpestó Yndisauka*
- nýmalaður pipar
Skerið mozzarella kúlurnar í sneiðar. Skerið vasa í kjúklingabringurnar. Leggið ostsneiðarnar í vasann á bringunum og smyrjið síðan vel af pestó inn í. Lokið með tannstönglum. Leggið bringurnar í eldfast mót eða ofnskúffu og smyrjið afgangnum af pestóinu yfir bringurnar. Hitið ofninn í 200°C og eldið bringurnar í 40 mín.
Gott er að hafa rauð Camargue hrísgrjón með þessum rétti, soðin samkvæmt leiðbeiningum á pakka, og að sjálfsögðu ferskt og gott salat.
Camargue hrísgrjón fást í Yndisauka og eru skemmtileg tilbreyting. Þessi hrísgrjón eiga rætur sínar að rekja til Camargue héraðsins í suður Frakklandi, þau eru rauðleit og bera keim af hnetum.
Marbella kjúklingur
Fyrir 6
Einn af „pottþéttu” réttunum okkar sem enginn í fjölskyldunni fúlsar við. Mjög þægilegur ef maður er að elda ofan í marga. Afgangarnir daginn eftir eru svo alls ekki síðri. Rífið þá bara kjötið af beinunum, blandið saman við grjónin, hellið gumsinu yfir og hitið…. klikkar aldrei.
Sem sagt hollur og ótrúlega góður réttur sem stendur fyrir sínu.
- 1 stór kjúklingur, skorinn í u.þ.b. 10 bita
- 1 hvítlaukur
- ½ dl. oregano (þurrkað er í lagi)
- 1 dl. gott rauðvínsedik
- 1 dl. jómfrúar ólífuolía
- 2 dl. hvítvín
- 2 dl. sveskjur
- 1 dl. grænar ólívur (vatnið af þeim er líka notað)
- 1 dl. capers
- 6 stk. lárviðarlauf
- 2 dl. púðursykur
- 1 dl. steinselja, söxuð
- Salt&pipar
Kjúklingabitunum er raðað í frekar djúpt eldfast mót. Öllum vökva og öllu kryddi, fyrir utan steinseljuna, er hellt yfir kjúklinginn. Ólífum, capers, sveskjum, lárviðarlaufum og hvítlauksrifum er raðað á milli kjúklingabitanna og svo er saltað og piprað rausnarlega. Látið kjúklinginn marinerast í leginum í a.m.k. 45 mín. (Það er í góðu lagi að marinera hann deginum áður en munið þá bara að láta hann standa inn í ísskáp!)
Púðursykrinum er svo stráð yfir áður en rétturinn er settur inn í 185°C heitan ofn í um 40-50 mín. eða þar til sykurinn er bráðnaður og húðin á kjúklingnum stökk. Sáldrið ferskri steinseljunni yfir og berið fram með hrísgrjónum og fersku salati.
Andalifur og geitaostur á grænu epli
Lúxus a la France fyrir tvo
- 125g frosin andalifur, tvær sneiðar
- 50g franskur geitaostur, tvær sneiðar
- 2 stk 1,5 cm þykkar sneiðar úr litlu grænu epli
- góð klípa smjör
- salt og pipar
- tvær lúkur klettasalat
Ofninn er hitaður í 60°C.
Smjörið er brætt á pönnu og látið brenna aðeins. Andalifrin er sett frosin á pönnuna og látin brúnast vel á hvorri hlið. Leggið geitaostinn ofan á lifrina. Leggið svo hvortveggja í eldfast mót og því næst inn í ofn í 5 mín.
Á meðan hellið u.þ.b. helmingnum af fitunni af pönnunni og steikið eplasneiðarnar uppúr restinni í eina mínútu á hvorri hlið. Þerrið eplin á eldhúspappír og saltið.
Setjið sitthvora lúkuna af klettasalati í miðjuna á tveimur diskum, leggið eplaskífurnar ofan á salatið (fallegra að láta blöðin gjægjast út undan eplinu). Leggið lifrina með geitaostinum ofan á eplið, saltið og piprið og berið svo fram.
Gott er að bera fram balsamicsýróp með þessum rétti.
Pestókjúklingur með indverskum lauk
Fyrir fjóra
Pestó kjúklingur:
- 4 stk kjúklingabringur, skornar í strimla
- 2 dl basilpestó
- 4 msk hlynsíróp
- salt og pipar
Blandið pestóinu og sírópinu saman og marinerið kjúklinginn í blöndunni í 30 mín. Setjið í eldfast form og steikið svo kjúklinginn í ofni við 190°C í 20 mín.
Indverskur laukur:
- 3 stk stórir laukar
- safinn úr hálfri sítrónu
- 2 msk vínkjarnaolía (eða önnur bragðlaus, hitaþolin olía)
- 2 hvítlauksrif, marin
- 2 tsk turmeric
- smá salt
Snyrtið laukinn og skerið hann í þunna báta. Blandið sítrónusafa, olíu, hvítlauk, turmeric og salti saman og hellið yfir laukinn og látið standa í nokkrar mínútur. Hitið pönnu og náið upp góðum hita, svissið laukinn á pönnunni í tæpa mínútu og takið hann svo af hitanum. Setjið laukinn inn í ofn þegar kjúklingurinn á þrjár mínútur eftir. Berið svo matinn fram með jasmin hrísgrjónum.
Afríkanskur grænmetirréttur
Uppskrift fyrir 4
- 2 stk. sætar kartöflur, skornar gróft
- 1 stk. eggaldin, skorið gróft
- 2 stk. rauðlaukar, skornir í fernt
- 2 stk. rauðar paprikur, skornar í breiða strimla
- 12 stk. baby maís
Þessu er öllu komið fyrir í ofnskúffu og 4 msk. ólífuolíu og salti og pipar sáldrað yfir.
Bakað í ca. 30 mín við 200°C eða þar til grænmetið er gyllt og meirt.
- 3 msk. góð ólífuolía
- 2 stórir laukar, fínt saxaður
- 4 stk. hvítlauksrif, fínt saxaður
- 4 cm. engifer, fínt saxaður
- 3 msk. African rub frá NoMU
- 1 tsk. salt
- 1 dós niðursoðnir plómutómatar, saxaðir gróft
- 1 dós kókosmjólk
- 250 ml. grænmetissoð
- lúka af ferskum kóríander og myntu, gróft saxað
Hitið laukinn í olíunni í 5 mín. á stórri pönnu. Bætið við hvítlauk og engifer og hitið í 3 mín. til viðbótar. Bætið African rub útí og hitið enn í 2 mín. Hellið svo tómat og kókosmjólk útá og látið malla í 15 mín. Bætið grænmetinu á útí og velltið því upp úr „sósunni“.
Stráið ferskum kryddjurtum yfir og berið fram með hrísgrjónum.
Heimalöguð grænmetisbuff
Tilvalið að búa til slatta og frysta
Buff:
- 1 dós kjúklingabaunir eða 250 g soðnar kjúklingabaunir
- 150 g soðnar kartöflur
- 150g soðnar sætarkartöflur
- 180g blaðlaukur
- 2 stk hvítlauksrif
- 2 tsk söxuð steinselja
- 2 msk Indverskt Dukkah
- 2 msk kartöflumjöl
- 2 msk sítrónusafi
- 1 tsk chilli mauk
- smá hafsalt og nýmalaður pipar
Rasp:
- 1 dl Indverskt Dukkah
- 1/3 dl Kartöflumjöl
Aðferð: Stappið kartöflurnar og kjúklingabaunirnar lauslega saman. Skerið blaðlaukinn frekar gróft og dýfið lauknum ofan í sjóðandi vatn í u.þ.b. 2 mín og látið svo renna vel af honum. Saxið steinseljuna og hvítlaukinn. Setjið svo allt saman í matvinnsluvél og bætið við kartöflumjölinu, Dukkah og sítrónusafanum og kryddið aðeins með salt og pipar. Látið vélina vinna á lágri styllingu þannig að úr verður frekar gróft deig. Mótið svo 8 buff úr deginu og velltið þeim upp úr raspinum. Látið buffin hvíla í um 30 mín í kæli áður en þau eru steikt. Steikið þau í um 3 mín á hvorri hlið. Berið fram með t.d. salati, hýðisgrjónum og jógúrtsósu. Verði ykkur að góðu.
Dádýr með villisveppasósu og bökuðu grænmeti
Uppskrift fyrir tvo
Villisveppasósa
- 20g villisveppablanda, lagðir í bleyti í einn bolla af vatni eða rauðvíni
- 2 dl rjómi
- 20 g gráðaostur
- 1 tsk nautakraftur
- safinn af steiktu dádýrinu
Skerið útvatnaða sveppina í strimla, blandið vökvanum af þeim saman við rjómann í pott og bræðið gráðaostinn í blöndunni. Blandið kraftinum saman við og svo loks safanum af kjötinu eftir steikinguna í ofninum. Látið sósuna sjóða aðeins niður og þykkna örlítið. Saltið ef þarf en bætið við rjóma sé hún of kröftug.
Grillað grænmeti
- 2 stórar kartöflur
- 1 gulrót
- hálfur hvítlaukur
- ¼ búnt ferskt timian
Hreinsið grænmetið og skerið kartöflurnar í báta og gulræturnar á ská í bita, flysjið hvítlaukinn, leggið grænmetið í fat og setjið hvítlauksrifin heil með, leggið timiangreinarnar yfir. Hellið ólífuolíu yfir allt saman og saltið og piprið. Bakið í ofni við 200°C í 12 mín.
Lækkið þá í 100°C og bíðið eftir að ofninn kólni svo hægt sé að setja dádýrið í ofninn. Athugið að setja kjötið ekki í ofninn of heitan, gott er að hafa hann aðeins opinn á milli, til að ná hitanum hraðar niður.
2 stk. dádýrasteikur ca. 150g stk.
Steikurnar eru brúnaðar á öllum hliðum á mjög heitri pönnu, gott er að pennsla kjötið áður með olíu og leyfa því að standa aðeins við stofuhita áður en það fer á pönnuna. Því næst fer kjötið inn í 100°C heitan ofninn á sér fat og er látið vera þar með grænmetinu í u.þ.b. 15. mín. Þannig verður kjötið frekar rautt og mjög safaríkt. Ef þú vilt meiri steikingu er einfaldlega bætt við tímann.
Saltið kjötið með úrvals salti eftir á.
Lambalæri með Serrano hráskinku og garðablóðbergi
Fyrir 4 til 6 eftir stærð lambalærisins
- lambalæri
- 1-2 lúkur af fersku garðablóðbergi (thyme)
- 1-2 hvítlauksrif
- ólífuolía*
- safi úr einni sítrónu
- salt og pipar*
- 100 gr. Serrano hráskinka*
Merjið garðablóðbergið, hvítlaukinn og saltið í mortéli. Blandið síðan sítrónusafanum og olíunni saman við og bætið við nýmöluðum pipar. Þetta á að verða þykkt mauk.
Gerið göt í lærið með beittum hníf og stækkið þau með því að stinga fingri í þau. Potið blöndunni vel ofan í helminginn af götunum. Rífið hráskinkuna niður og potið henni í hinn helmingin af götunum. Ef það er afgangur af kryddmaukinu nuddið því þá á lærið. Sejið síðan lærið í steikarpott eða ofnskúffu og steikið í ofni við 200°C hita í 1½ til 2 klst., eftir stærð.
Steikingartími á læri:
- Bleikt við beinið – 10 mín. á hver 450 gr. + 20 mín.
- Meðal steikt – 13 mín. á hver 450 gr. + 20 mín.
- Vel steikt – 20 mín. á hver 450 gr. + 20 mín.
Gott er að láta lambalæri standa í 10 mín. áður en það er skorið niður.
Villisveppasósa með gráðaosti
- villisveppablanda 20 gr.*
- 5-6 dl. kjötsoð
- örlítil smjörklípa
- 100 gr. Bresse Blue gráðaostur*
- kaffirjómi eftir smekk
- pipar
Útbúið soð úr góðum kjötkrafti, gott að nota hluta af soðinu sem kemur af kjötinu og leggið sveppina í bleyti í því í 20 mín. Sigtið sveppina frá og þerrið þá. Steikið sveppina aðeins í smjörinu. Hellið soðinu útí og síðan ostinum og látið hann bráðna saman við við vægan hita. Bætið sósuna með kaffirjómanum og smakkið til með nýmöluðum pipar.
Ofnbakaðir kartöflubátar
Nýuppteknar meðalstórar íslenskar kartöflur skornar í báta og settar í ofnskúffu. Skvett vel af góðri ólífuolíu yfir og sjávarsalt og pipar. Gott er að setja greinar af garðablóðberginu með í skúffuna síðustu 40-50 mín. af steikingartíma kjötsins.
Við mælum svo með fersku salati með þessu öllu saman!
Frábærar sætar kartöflur
Afar gott og einfalt meðlæti t.d. með kalkúninum
Frábærar sætar kartöflur, fyrir 6
- 1 kg sætar kartöflur, flysjaðar
- 250 g bökunarkartöflur, flysjaðar
- 250 g sellerírót, flysjaðar
- 1 dl soja sósa
- 1 dl hlynsíróp
- 0.5 dl ólífuolía
- 1 box kasjúkurl frá Yndisauka
Skerið allt grænmetið í svipaða bita, u.þ.b. 3×3 cm að stærð, skolið grænmetið og setjið það í ofnskúffu eða eldfast fat. Blandið soja sósunni, hlynsírópinu og ólífuolíunni saman og hellið yfir grænmeti. Bakið í 200°C heitum ofni í 20 mínútur, bætið svo kasjúkurlinu saman við og bakið í 10 mínútur í viðbót eða þar til grænmetið er orðið vel vel steikt og gyllt.
Verði ykkur að góðu!
- Kasjúkurlið fæst í Melabúðinni, Fjarðakaupum, Mosfellsbakaríum, Heilsuhúsunum, Garðheimum og að sjálfsögðu hjá okkur í Yndisauka.
Heimalagað ólífutapenade -mauk á brauðið
- 400 g. svartar nicoise ólífur*
- 2 stk. hvítlauksgeirar, marðir
- 2 stk. ansjósur*
- 2 msk. capers*
- 2 tsk. ferskur timian
- 2 tsk. sterkt franskt sinnep*
- 1 msk. sítrónusafi
- ¾ dl. ólífuolía
- 1 msk. brandy (má sleppa)
Setjið allt í uppskriftinni nema ólífuolíuna í matvinnsluvél og látið vélina vinna þar til allt er blandað og jafnt. Smakkið til með salti og pipar. Komið maukinu í krukku eða annað ílát sem lokast vel, hellið ólífuolíunni yfir og lokið.
Setjið í ísskáp og látið standa í a.m.k. tvo tíma. Látið maukið ná stofuhita áður en það er borið fram.
Gott með ciabatta og foccacia brauði.
*FÆST Í YNDISAUKA
Hunangsristað rótargrænmeti
Fyrir 4-6
- 100 g. smjör
- 4-5 msk. gæða hunang, sítrónu- eða akasiuhunang
- 6 stk. timianstilkar
- 3 stórar gulrætur, hreinsaðar og skornar í stóra bita
- ½ stk. sellerírót, snyrt og skorin í stóra bita
- 2 stk. sætar kartöflur, snyrtar og skornar í stóra bita
- 2 bökunarkartöflur
- 8 stk. skallotlaukar, snyrtir og skornir í tvennt
- 2 stk. hvítlaukar, heilir
- Hitið ofnin í 200°C
Bræðið smjörið í ofnskúffu eða eldföstu móti við vægan hita. Hrærið hunanginu saman við og bætið timianinu út í. Setjið allt grænmetið í smjörið nema hvítlaukinn. Veltið grænmetinu vel upp úr hunangssmjörinu og kryddið með salti og pipar. Pakkið hvítlauknum inn í álpappír og leggið ofan á grænmetið í ofnskúffunni. Bakið svo grænmetið og hvítlaukin í 40-60 mínútur. Snúið grænmetinu nokkrum sinnum svo það gyllist jafnt. Þegar þetta er tilbúið er hvítlaukurinn tekin úr álpappírnum, rifin kreist út úr hýðinu yfir grænmetið og blandað saman við. Tilbúið!
Kryddlegnar perur
Perurnar smellpassa með villibráðinni en eiga líka mjög vel með svínakjöti og flestum jólamat. Svo er líka hægt að bera þær fram með ostum og hráskinku.
- 10 – 12 stinnar perur (ca. 1¼ kag.)
- 75 gr. fersk piparrót
- 4 – 6 lárviðarlauf
- 75gr. sinnepsfræ
- 1 tsk. kóriander
- 2 tsk. negulnaglar
- 2 tsk. svartur pipar, ómalaður*
- 2 lítil þurrkuð chilli
- 200 gr. sykur
- 2½ dl. gott vínedik (7%)*
- 6½ dl. vatn
- ½ tsk. salt
Krukkur
-betra að nota háar svo nokkrar perur komist vel fyrir
-fjöldinn fer eftir stærð
Perurnar pikkaðar og settar í pott í kalt vatn. Suðan látin koma upp og soðið við vægan hita í 20 mínútur. Perurnar eru svo teknar uppúr og kældar.Því næst eru þær settar í krukkur (eins og kemst í hverja) og kryddinu skipt bróðurlega á milli þeirra.
Sykri, vínediki, vatni og salti blandað saman í pott og suðan látin koma upp. Leginum er svo hellt yfir perurnar og krukkunum lokað strax.
Perurnar þurfa að liggja í a.m.k. tvo daga fyrir notkun en ætti að endast í allt að tvo mánuði.
*Fæst í Yndisauka
Parmessan rúlla
- 200 g. mjúkur rjómaostur
- 50 g. ekta parmesan ostur*, fínt rifinn
- 1½ msk. capers*, saxað
- 1½ msk. basilika, fínt söxuð
- 4 stk. hveiti-tortillur, 10 eða 12 tommu
Hrærið ostana saman. Blandið capers og basiliku saman við og smakkið til með salti og pipar. Smyrjið ostinum á tortillurnar og rúllið þeim upp einni og einni (eins og pönnukökum). Kælið í u.þ.b. 60 mín og skerið svo hverja rúllu í u.þ.b. tíu jafn breiða bita og setjið á fat. Látið „sárið“ snúa upp.
*FÆST Í YNDISAUKA
Prima Donna flögur - u.þ.b. 30 stk
- 125g. Prima Donna ostur*, rifinn
- 1 msk. hveiti
- 2 msk. ferskt timian
Hitið ofn í 220°C, þegar hitanum er náð slökkvið þá á viftunni. Blandið ostinum og hveitinu saman í skál. Leggið smjörpappír á tvær bökunarplötur og teiknið þrjá til fjóra 7cm breiða hringi á hverja örk og snúið svo pappírnum við. Stráið u.þ.b. 2 til 3 tsk. af blöndunni í hvern hring og stráið nokkrum timian blöðum yfir. Bakið í ofninum í 3 mín. Notið pönnukökuspaða til að snúa flögunum við og bakið í nokkrar mínútur til viðbótar eða þar til þær eru stinnar og gylltar.
Takið flögurnar varlega af pappírnum og leggið á kökukefli eða tóma vínflösku og látið kólna, þannig fá þær kúfta lögun. Endurtakið svo leikinn með restina af deiginu.
Þetta tekur smá tíma en útkoman er mjög skemmtileg.
*FÆST Í YNDISAUKA
Blaðlauks- og kjúklingabaunasúpa – fyrir fjóra
- 400g blaðlaukur, snyrtur og skorinn í sneiðar
- 1 dós kjúklingabaunir
- 1 dl hvítvín eða mysa
- 1,5 l. vatn
- 1 teningur kjúklingakraftur
- 4 stk hvítlauksrif, marin
- 5 stk fennelfræ
- 2 msk ólífuolía
- salt og pipar
- 3 msk Egypskt Dukkah frá Yndisauka
- Hitið ólífuolíuna í víðum potti. Svissið hvítlaukinn og fennelfræin í 30 sek í olíunni. Bætið blaðlauknum út í og steikjið hann í þrjár mínútur með hvítlauknum og fennelfræunum. Bætið u.þ.b. 1 tsk salti saman við. Hellið svo kjúklingabaununum út í með vökvanum og svo vatninu, kjúklingakraftinum og hvítvíninu, látið malla í um 20 mín. Maukið svo 1/3 hluta af súpunni í matvinnsluvél eða mixer og blandið aftur saman við súpuna. smakkið til með salti og pipar. Hellið súpunni í skálar, stráið Dukkah yfir og berið fram með góðri samvisku.
Brokkolísúpa, einfaldasta súpa í heimi
Fyrir fjóra
- 1 kg. brokkólí
- ¾ l. vatn
- Hafsalt og pipar*
- 4 stk. geitaostsneiðar* (1-2 cm. þykkar)
- 50g. pistasiu duhkka*
- 2-3 msk. jómfrúarolía
Sjóðið upp á vatninu með salti í. Setjið brokkólíið út í vatnið og látið sjóða í u.þ.b. 4 mín eða þar til það er orðið meirt en samt enn fallega grænt. Hellið brokkólíinu í sigti en geimið soðið. Maukið grænmetið í blandara eða matvinnsluvél með hluta af soðinu eða svo úr verði frekar þykk og áfeðarfalleg súpa. Hitið súpuna aftur upp í potti og smakkið til. Hellið súpunni í fjórar skálar leggið eina sneið af geitaosti í hverja skál, stráið Duhkkanu yfir og toppið með smá ólífuolíuskvettu.
Berið fram og njótið gómsætrar hollustunnar.
*Fæst í m.a.Nóatúni, Melabúðinni, Heilsuhúsinu, Fjarðarkaupum, Samkaup Úrval um allt land.
Gulróta- og engifersúpa
Fyrir fjóra
- 2 msk. vínkjarnaolía eða önnur hitaþolin olía
- 1 stk. stór laukur, saxaður
- 1 msk. ferskur engifer, rifinn
- 750 ml. grænmetissoð (vatn og teningur/kraftur)
- 1 dós kókosmjólk
- 1 kg. gulrætur (helst íslenskar og lífrænar), gróft skornar
- 4 msk. saxaður engifer
- Salt & pipar eftir smekk
Látið grænmetissoðið sjóða. Hitið olíuna í þykkbotna potti, setjið laukinn og engiferinn út á og svissið í tvær mínútur eða þar til laukurinn er orðin mjúkur. Bætið gulrótunum út í og látið þær steikjast aðeins með lauknum, bætið svo heitu soðinu út í ásamt kókosmjólkinni. Látið suðuna koma upp, lækkið svo hitann og látið malla í 10-15 mín, eða þar til gulræturnar eru soðnar og meirar. Hellið svo einum fjórða í einu úr pottinum í blender eða matvinnsluvél og maukið.
Þegar búið er að mauka alla súpuna er hún aftur sett í pottinn og smökkuð til með S&P og e.t.v. þynnt aðeins með vatni eða soði. Hitið súpuna varlega upp, setjið kóríanderin út í og berið fram og njótið.
Sveppasúpa frá Abruzzi
Fyrir 4
- 60 gr. þurrkaðir villisveppir*
- 2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
- 2 tsk. steinselja smátt söxuð
- 3 tsk.jómfrúarolía*
- 200 ml. hvítvín
- 500 ml. grænmetissoð
- 1 tsk. þurrkuð mynta eða timian
- Salt*
- Nýmalaður svartur pipar
- 4 stórar ristaðar brauðsneiðar
Leggið sveppina í bleyti í soðið vatn í ca. 20 mínútur. Skolið þá síðan vel og skerið í bita. Svissið hvítlaukinn og steinseljuna í olíunni í stórri þykkbotna pönnu. Bætið sveppunum útá og eldið við háan hita í 3-4 mínútur. Látið vínið útí og sjóðið niður. Lækkið nú hitann í miðlungshita og bætið grænmetissoðinu útí og myntunni eða timianinu. Smakkið til með salti og pipar. Látið sjóða 10 mínútur.
Setjið eina ristaða brauðsneið á hvern disk og hellið súpunni yfir.
Með þessari súpu er tilvalið að drekka þurrt rauðvín.
*Fæst í Yndisauka