Kryddin okkar

DUKKAH BLANDA – hvað er nú það?

Dukkah er blanda af möndlum, hnetum, sesamfræjum og sérvöldu kryddi. Blandan er upprunnin í Egyptalandi og var upphaflega notuð með brauði sem fyrst er dýft í góða ólífuolíu og svo í dukkah. Við hjá Yndisauka heilluðumst af dukkah og ákváðum að þróa okkar eigin blöndu. Nú er svo komið að Yndisauki framleiðir fjórar tegundir af dukkah. Egypskt dukkah með möndlum og sesamfræjum, indverskt dukkah með salthnetum og karrí, havana dukkah með valhnetum og chilli og lúxus dukkah með pístasíum. Dukkah er ómissandi með brauði en það er líka frábært að strá blöndunni yfir salöt og grillað grtænmeti, velta kjúklingi eða fiski uppúr henni eða strá henni yfir nýgrillað lambakjöt. Möguleikarnir eru óteljandi og um að gera að prófa sig áfram. Í þeim fjölmörgu verslunum sem selja dukkah frá Yndisauka, er hægt að nálgast uppskriftabækling sem við höfum sett saman og þá kemstu að því að dukkah er töfrum líkast.

Við erum best í …

Matargerð
Veisluþjónustu
Hádegismat
Góðri þjónustu

Framleiðslan okkar

 • Dukkah fjórar tegundir

  Egypskt dukkah með möndlum og sesamfræjum

  Indverskt dukkah með salthnetum og karrí.

  Havana dukkah með valhnetum og chilli.

  Lúxus dukkah með pístasíum.

 • Salötin okkar

  Hindberjavinagretta “Jólavara” hægt að panta hjá okkur allt árið um kring.

  Lúxus hummus m/grillaðri papriku og ferskum kryddjurtum

  Túnfisksalat, hollt og gott, ekkert majónes, aðeins hágæða ólífuolía og úrvals túnfiskur með sólþurrkuðum tómötum og ólívum.

  Krabbasalat, létt og ferskt salat gengur bæði hversdags og spari.
  Hægt er að panta beint hjá okkur. Lágmarkspöntun 1. kg.

 • Kurl og mix

  Möndlu-Mix tilvalið sem snakk eða útá salat eða í súpuna.

  Kasjú-Kurl tilvalið sem snakk eða útá salat eða í súpuna og aðra rétti.

 • Gott að grípa í

  Orkuklattar stórar og góðar kökur fullar af hnetum og fræjum.

  Döðlu- og appelsínukökur yndisleg hollusta, algerlega lausar við hveiti, sykur.