Smáréttir gera veisluna
Smáréttirnir gera veisluna, enda hafa smáréttirnir hafa verið vinsælastir í veisluþjónustunni okkar frá upphafi, enda leggjum við allan okkar metnað í að hafa hvern bita bæði fallegan og gómsætan.
Við mælum með 10-12 stk. á mann í 2 tíma kokteilboð.
Hráskinkuvafinn aspas
Bruschetta með krydduðum rjómaosti og pestó
Carpaccio með valhnetuvinagrette og klettasalati á bruschettu
Grafið lamb með hindberjavinagrette og geitaosti á bruschettu
Villibráðapaté með paprikumauki á bruschettu
Bruschetta með tvíreyktu hangikjöti, balsamrauðlauk og piparrótarsósu
Bruschetta með hráskinku, balsamic og grilluðu miðjarðarhafsgrænmeti
Risarækja á spjóti m/peppadew
Birkireyktur lax á bruschettu með aïoli, grillaðri papriku og fetaosti
Bruschetta með chilli-kjúklingasalati, stökku parma-beikoni, svörtu sesam og kryddjurtum
Krabbasalat með ferskum kryddjurtum á stökkri bruschettu
Spinatblini með hummus og grilluðu grænmeti
Frönsk súkkulaðikaka m/rjóma og ferskum berjum (inniheldur hnetur)
Vanillufylltar vatnsdeigsbollur
450,- kr. stk.
Mini Roast beef-hamborgarar með heimasteiktum laukhringjum, remúlaði og tómat
Kjúklingur satay á spjóti m/dippi
Teryaki lamb á spjóti
Hörpuskel og baconvafinn daðla á spjóti
Kjúklingabollur, bragðmikliar með engifer og sesam
550,- kr. stk.
Núðlu- og kjúklingasalat í litlu kínaboxi, bambustöng fylgir til að borða með
550,-
Matarsnittur*
*Matarsnitturnar eru tilvaldar á fundi eða í léttann málsverð og þá ættu 4-5 að duga vel fyrir hvern og einn. Þessar snittur eru vel útilátnar og fallegar með mismunandi áleggi, annaðhvort eftir okkar höfði eða að óskum viðskiptavinarins.
750,- kr.
Fyrir 2ja til 3ja tíma boð er hæfilegt að bjóða uppá 10-14 stk. af minni smáréttunum.
Lágmarkspöntun í tegund eru 10 stk. af smáréttum.
Vinsamlega sendið okkur póst á yndisauki@yndisauki.is til að panta eða fá frekari upplýsingar.